28. febrúar flutti Gunnþórunn Guðmundsdóttir, lektor í almennri bókmenntafræði, fyrirlesturinn Í leit af horfinni stúlku: Sjálfsævisöguleg skrif kvenna.
Sjálfsævisögum kvenna fjölgaði mjög á síðari hluta 20. aldar og þá ekki síður umræðu um slík skrif. Hér liggja margháttaðar ástæður að baki, en ein er sú að í sjálfsævisögulegum skrifum birtast margvíslegir þættir sem hafa verið ofarlega á baugi í femínískri umræðu og það á ekki síst við um tengsl opinbers lífs og einkalífs og tjáningu sjálfsmyndar, en þessir tveir þættir voru einmitt til skoðunar hjá Gunnþórunni. Skoðuð voru nokkur dæmi um sjálfsævisögulega texta eftir konur, þar á meðal eftir höfunda á borð við Virginiu Woolf, Marguerite Duras og Jenny Diski, og kanna hvernig þessir þættir birtast í þessum textum. Það má segja að í öllum þessum verkum fari fram leit að horfinni æsku, lítilli stúlku sem er hluti af höfundinum, en jafnframt fjarlæg, gleymd, jafnvel óþekkjanleg, og sem reynt er að nálgast eftir ýmsum leiðum frásagnarinnar. Við munum skoða hvernig þessar skáldkonur leita leiða til að tjá og/eða skapa sjálfsmynd í texta og hvernig þær takast á við samspil opinbers lífs og einkalífs.