Jovana Pavlovic flytur sjötta erindið í hádegisfyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á haustmisseri 2023 en röðin er tileinkuð afnýlenduvæðingu líkt og á vormisseri. Fyrirlesturinn nefnist „Í hópi syrgjenda. Dauði Elísabetar II og Ísland meðal þjóða“ og verður haldinn kl. 12.00 fimmtudaginn 23. nóvember í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Andlát Elísabetar II Bretlandsrottningar þann 8. september 2022 virðist hafa vakið sterkar tilfnningar á heimsvísu, þó þær hafi ekki verið samhljóma. Ríkjandi orðræða á Vesturlöndum einkenndist af sorg en annarsstaðar virðist andlát drottningarinnar afhjúpa djúp sár og blendar tilfinningarm þar sem að Elísabet II var táknmynd heimsveldis sem kvaddi án uppgjörs. Í rannsókn sinni greinir Jovana íslenska fjölmiðlaumfjöllun og leggur áherslu á að skoða ímyndar- og mininningarsköpun orðræðunnar um lát Elísabetar II frá dánardegi þann 8. september og fram að greftrunardegi þann 19. september. Orðræðugreiningin afhjúpar hvernig ríkjandi umfjöllun á Íslandi framsetur Elísabetu II Bretlandsdrottningu sem sameingartákn og skautar framhjá umræðunni um nýlenduhyggju. Hin ríkjandi orðræða á andláti Elísabetar II í íslenskri fjölmiðlaumfjöllun afhjúpar nýlenduhugafar í íslensku samfélagi og þráhyggju Íslendinga um að vilja tilheyra hinum „siðmenntuðum þjóðum“ – hópi syrgjenda.

Jovana Pavlovic útskrifaðist með MA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands í febrúar 2022. Rannsóknir hennar snúa að eftirlendufræðum og hefur hún beitt þeim kenningarramma á íslenskar skólabækur á grunn- og framhaldsskólastigi sem og listaverk Bryndísar Björnsdóttur og Steinunnar Gunnlaugsdóttur „Farangursheimild. Fyrsta hvíta móðirin í geimnum“ og umræðu um það.

Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.