Þriðjudaginn 12. janúar kl. 12-13 í Hátíðasal Háskóla Íslands
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar, MARK – Miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna, RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands
Hvað vill Íslamska ríkið?
Magnús Þorkell Bernharðsson fjallar um uppgang og hugmyndafræði Íslamska ríkisins (ISIS) á opnum fyrirlestri í Háskóla Íslands.
Hvernig hafa stríðin í Írak og Sýrlandi mótað starfsemi samtakanna og hvaða tengsl hafa þau við trúarbragðasögu Mið-Austurlanda? Í fyrirlestrinum fjallar Magnús Þorkell um hugmyndir ISIS um stríð, réttlæti, þjóðríkið og stöðu kvenna. Þá beinir hann sjónum að áróðri ISIS á samfélagsmiðlum og því hvernig sú heimsmynd tengist kynþáttafordómum nútímans.
Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum. Magnús Þorkell lauk BA prófi í stjórnmálafræði og guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, MA prófi í trúarbragðafræði frá guðfræðideild Yale-háskóla árið 1992 og doktorsgráðu í nútímasögu Mið-Austurlanda frá sama skóla árið 1999. Hann hefur kennt mörg námskeið, bæði hér á landi og við háskóla í Bandaríkjunum og hefur gefið út og ritstýrt fjölda bóka, þar á meðal Reclaiming a Plundered Past. Archaeology and Nation Building in Modern Iraq.
Fundarstjóri: Baldur Þórhallsson, deildarforseti og prófessor í stjórnmálafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Fundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum.
Nánari upplýsingar:
Alþjóðamálastofnun: www.ams.hi.is
MARK: www.mark.hi.is
RIKK: www.rikk.hi.is
Stjórnmálafræðideild: www.hi.is/stjornmalafraedideild/forsida
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
MARK á Facebook: www.facebook.com/MarkHaskoliIslands
RIKK á Facebook: www.facebook.com/rikk.haskoliislands
Stjórnmálafræðideild á Facebook: www.facebook.com/Stjórnmálafræðideild-HÍ-175612409158377