Fimmtudaginn 23. október flytur Þorgerður Einarsdóttir félagssálfræðingur opinberan fyrirlestur sem nefnist Hvað veldur kynbundnu vali lækna á sérgrein? Um sundurleitni og kynjamismun innan læknastéttarinnar.

 

Í erindinu verður val karla og kvenna á sérgrein innan læknisfræðinnar skoðað í öðru ljósi en tíðkast hefur. Viðteknar skýringar sem byggja á að konur velji „fjölskyldu- eða kvennavænar“ sérgreinar eru dregnar í efa og sérgreinaval lækna skoðað sem dæmi um félagslega lokun innan stéttarinnar, sem m.a. hefur karl- og kvenlæga undirtóna.

 

Þorgerður Einarsdóttir lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Gautaborgarháskóla vorið 1997. Hún er sjálfstætt starfandi félagsfræðingur.

 

Fyrirlesturinn er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum og er öllum opinn. Hann fer fram í stofu 101 í Odda og hefst klukkan 17:15.

Hér er frétt um fyrirlesturinn á mbl.is.