Fluguhöfðingjarnir: Karlmiðaðar frásagnir af landslagi, sjúkdómum og heimsveldi á nýlendutíma Afríku
(English below)
Kirk Hoppe heldur þriðja fyrirlestur vormisseris í fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fimmtudaginn 9. mars, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12-13. Fyrirlestur hans nefnist „Fluguhöfðingjarnir: Karlmiðaðar frásagnir af landslagi, sjúkdómum og heimsveldi á nýlendutíma Afríku“.
Kirk Hoppe er dósent við sagnfræðideild Illinois-háskóla, Chicago. Rannsóknarsvið hans eru nútímasaga Afríku og heimssaga nútímans með áherslu á umhverfissögu, kynjasögu, nýlendusögu og heimskerfi. Fyrsta bók hans, Lords of the Fly (Praeger, 2003), fjallar um félags- og umhverfisverkfræðilega stýringu Breta á svefnsýki í Tansaníu og Úganda á nýlendutímanum. Rannsóknir Hoppe hafa einnig beinst að kynjamismunun á nýlendutíma Afríku, sunnan Sahara, auk munnlegra söguheimilda og birtingamyndum Afríku í Disney-efni en hann hefur að auki birt greinar á sviði munnlegrar sögu.
Í fyrirlestrinum skoðar Hoppe það viðhorf sem ríkjandi var á nýlendutímanum um að Afríka væri „landslag“ og Afríkubúar truflun eða ónæði í landslaginu. Svefnsýki sem herjaði á nýlendutímanum lagði stór svæði í Austur-Afríku í eyði og nýlenduríkin breyttu þeim svo í verndargarða til afþreyingar fyrir ferðamenn sem komu frá öðrum álfum. Hoppe rekur það lykilhlutverk sem evrópsk læknavísindi höfðu í að endurskapa Afríku sem nýlendu. Hoppe beinir sjónum að heimssögulegum þáttum og hefur sérstakan áhuga á samspili kyngervis og valds á jaðarsvæðum heimsvelda.
Fyrirlesturinn, sem haldinn er á ensku, er öllum opinn.
Finndu viðburðinn á Facebook!
Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2017 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.
(English)
Lords of the Fly: Masculinist Narratives of Landscape, Disease and Empire in Colonial Africa
Kirk Hoppe is the third lecturer in the 2017 RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference at the University of Iceland & UNU-GEST spring lecture series. His lecture on Thursday 9 March, in the National Museum’s lecture hall, is titled: “Lords of the Fly: Masculinist Narratives of Landscape, Disease and Empire in Colonial Africa“.
Kirk Hoppe is Associate Professor of History at the University of Illinois at Chicago and teaches and conducts research in the fields of Modern African History and Modern World History. He is particularly interested in environmental history, gender history, colonialism, and world systems. His first book, Lords of the Fly (Praeger, 2003), examines the history of British sleeping sickness control in colonial Tanzania and Uganda as social and environmental engineering. He has also published on gender in colonial Africa, on oral history, and on Disney representations of Africa. His articles have appeared in Africa and The International Journal of African Historical Studies.
Professor Hoppe will explore colonial views of Africa as “landscape” and Africans as interruptions in that landscape. Colonial sleeping sickness control depopulated large swaths of East Africa that colonial states later transformed into animal conservation parks for recreation by non-African tourists. He tracks the central role played by European medical science as a framework for reimagining Africa as colonial space. He is interested in overlapping spaces of power and gender at the margins of empire in World History.
The lecture is in English, open to everyone and admission is free.
The event is on Facebook!
The RIKK & UNU-GEST lecture series in the spring semester 2017 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.