Ráðstefnan „Multitude of Encounters with Asia – Gender Perspectives“ [Til móts við Asíu – kynjuð sjónarhorn] verður haldin við Háskóla Íslands  dagana 13.–17. október 2014 á vegum NIAS – Norrænu Asíustofnunarinnar, EDDU – öndvegisseturs, RIKK – rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands og Gendering Asia Network.

Á ráðstefnunni verður boðið upp opna dagskrá þriðjudaginn 14. október, í fyrirlestrarsalnum Kötlu II á Hótel Sögu, kl. 9:00–16:30 sem ber heitið  „Ferðakenningar og menningarleg yfirfærsla“. Hún hefst með tveimur lykilfyrirlestrum sem verður fylgt eftir með þremur málstofum.

Dagskrá:

9:15–10:15      Lykilfyrirlesarinn Kathy Davis, fræðimaður við Vrije Universiteit í Amsterdam, flytur fyrirlesturinn ,,Feminism as Traveling Theory and Transnational Practice: The Case of Our Bodies, Ourselvesʻ

10:30–11:30    Lykilfyrirlesarinn Mary E. John, fræðimaður við Center of Women‘s Development Studies á Indlandi, flytur fyrirlesturinn ,,Rethinking ‘Local’ and ‘Global’ Feminisms: Perspectives from India“

Að loknum lykilfyrirlestrum fara fram þrjár málstofur um sama efni, kl. 11:30–12.30, 13:30– 15:00 og 15:30–16:30. Frekari upplýsingar um málstofurnar er að finna á www.edda.hi.is.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.