Þann 19. janúar hélt Magnfríður Júlíusdóttir, landfræðingur, fyrirlesturinn Feminismi í Afríku – Staðbundin sérstaða og hnattrænir straumar í Zimbabwe.
Í erindinu voru kynntir meginþræðir í líflegri umræðu um þróun feminisma í hinum fjölbreyttu samfélögum Afríku sunnan Sahara. Hvaða áherslur og átakafleti má greina í fræðilegri og pólitískri umræðu um kvenréttindi og kynjasamskipti í álfunni? Einkum var byggt á umfjöllun um þessi mál í skrifum fræðikvenna í Afríku eða af afrískum uppruna. Umræðan um áherslumál, stuðning og mótlæti í afrískri kvenréttindabaráttu var staðfærð á þróunina í Zimbabwe, þar sem fyrirlesarinn rannsakaði kvennastýrð heimili (woman headed households) í lok 20. aldar.