Eyrún Lóa Eiríksdóttir er annar fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2019 og nefnist fyrirlestur hennar „„Ég vil bara vera virkur þátttakandi í samtalinu“. Eldri konur í sjónvarpsefni samtímans“. Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 12. september, kl. 12:00-13:00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.
Doktorsritgerð Eyrúnar Lóu nefnist Hin
kvenlæga rödd í sjónvarpsefni samtímans (undir leiðsögn Öldu Bjarkar
Valdimarsdóttur, dósents) en þar er staða nútímakonunnar rannsökuð í tengslum
við birtingarmyndir hennar á streymisveitunni Netflix. Fjallað er um nýjar
áherslur þegar kemur að kvenhlutverkum og hvernig söguþráður virðist hafa tekið
breytingum í takt við jafnréttiskröfur. Í erindinu er sjónvarpsþátturinn Grace
& Frankie tekinn til skoðunar en þeir fjalla um tilveru(rétt) eldri kvenna
og málefni tengd þeim sem hafa ekki endilega átt upp á pallborðið í
meginstraumssjónvarpsþáttum, þ.e. atvinnuþátttöku eldri kvenna, vinskap og
sambýli á efri árum, kynlíf/hjálpartæki ástarlífsins sem og ákvörðunarrétt yfir
eigin líkama, búsetu og mat á eigin færni.
Eyrún Lóa er doktorsnemi í almennri bókmenntafræði, með MA-próf í almennri
bókmenntafræði og hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Eyrún Lóa hefur lagt stund á
kennslu í bókmenntafræði og ritstjórn sem og hönnun prentgripa. Helstu
rannsóknarefni hennar eru á sviði sjónvarpsþáttagreiningar,
femínisma/póstfemínisma og bókmenntafræði (skvísusögur og ofurhetjur).
Fyrirlesturinn
er fluttur á íslensku og er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Viðburðurinn
á Facebook!
***
Hádegisfyrirlestraröð
RIKK á haustmisseri 2019 er tileinkuð öldrun. Í fyrirlestraröðinni munu fyrirlesarar
úr mismunandi greinum fjalla um viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum.
Fyrirlestraröðin
er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.
Fréttir
- Class, Gender and Anthropogenic Environmental Crises and Response: Thoughts from South African Watery Contexts
- Eru barneignir að verða forréttindi sumra? Lækkandi fæðingartíðni, kyn og stétt á Íslandi
- Afleiðingar stéttaskiptingar og samtvinnunar: Áhrif auðmagns á heilsu
- Er hlustað á mig? Auðmagn og táknræn völd einstaklinga
- Í orði og á borði: Stéttaskipting á Íslandi