Föstudaginn 18. janúar flytur Alda Björk Valdimarsdóttir, doktorsnemi í bókmenntafræði við HÍ, fyrirlestur sem ber heitið „„Ég er ekki þunn“ Tobba Marínós, kvenfrelsisumræðan og íslensk skvísumenning“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12.00-13.00.

Tobba Marinós er vel þekktur bloggari og sjónvarpskona, auk þess að vera höfundur tveggja skvísusagna og sjálfshjálparbókar um konur og mannasiði. Hún er áhrifamikill talsmaður póstfemínisma í íslenskri menningu og í viðtökum á verkum hennar má greina djúpstæð átök milli hennar og þeirra sem aðhyllast annarri bylgju femínisma. Í greininni er stuðst við kenningar Beverley Skeggs og femíníska viðtökufræði Jóhönnu Russ og skoðað hvernig Tobba hefur verið gagnrýnd fyrir viðhorf sín, útlit og skrif.

 

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

 

Öll velkomin!