Hólmfríður K. Gunnarsdóttir flytur fimmtudaginn 21. nóvember fyrirlestur sem hún nefnir: Dánarmein og krabbameinsmynstur mismunandi starfshópa kvenna. Mótar starfið lífshætti sem skipta sköpum? Í fyrirlestrinum fjallar Hólmfríður um dánar- og krabbameinsmynstur verkakvenna og hjúkrunarfræðinga.
Hólmfríður er að vinna að doktorsritgerð sem byggist á rannsóknum á dánarmeinum og krabbameinsmynstri karla og kvenna í mismunandi starfshópum. Hér er rætt við hana um rannsóknirnar.
Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík hefur Hólmfríður lokið kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands, BA-prófi í sænsku og íslensku við Háskóla Íslands, hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands og meistaraprófi í heilbrigðisvísindum frá læknadeild Háskóla Íslands.
Rabbið fer fram í stofu 201 í Odda kl. 1213 og er öllum opið.