Dr. Stephanie Covington flytur inngangsfyrirlestur ráðstefnunnar og býður þar að auki upp á þrjár vinnustofur. Tvær eru ætlaðar fagfólki: Líf eftir áföll: Bataleið fyrir konur og Raddir: Vinnustofa um sjálfsuppgötvun og valdeflingu sem fjallar sérstaklega um stúlkur og ungar konur. Þá býður hún upp á sérstaka vinnustofu fyrir konur sem glímt hafa við fíkn og nýta sér 12 spora kerfið.
Dagskrá
Skráning
Fyrri dagur: 1. september, 2015
Fyrirlestur 9:00-10:30
Kyn skiptir máli: Að skapa áfallamiðaða þjónustu
Síðastliðin þrjátíu ár hefur vitneskja á lífi kvenna aukist sem aldrei fyrr og þekking og skilningur á meðferðarþörfum þeirra hefur tekið stórstígum framförum. Eitt af því sem er ráðandi og endurtekið stef í lífi kvenna og stúlkna er sambandið á milli fíknar, geðheilsu og hvers kyns ofbeldis í nánum samböndum (ásamt öðrum áfallatengdum upplifunum). Þessi aukna vitund um áhrif ofbeldis í nánum samböndum hefur orðið til þess að þeir sem veita félagslega þjónustu skoða nú þjónustu sína í þessu samhengi.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um heildræna nálgun í meðferð kvenna sem byggð er á kenningum, rannsóknum og reynslu í meðferð. Þau grundvallarviðhorf og leiðbeiningar um meðferð sem fjallað verður um eru grunnur að klínískri hugsun og meðferð. Leiðbeiningarnar eiga við í hvaða meðferð sem er (dagdeildarmeðferð, inniliggjandi meðferð, einkarekinni þjónustu, meðferðarsamfélagi, réttarkerfinu og svo framvegis) og hvort sem er um einstaklings-, hóp- eða fjölskyldumeðferð að ræða. Þetta heildstæða meðferðarmódel innifelur kenningar um fíkn, sálfræðilega þróun kvenna og áfallafræði. Það býður fram It provides an overview of the elements needed for creating gender-responsive and trauma-informed services.
Markmið:
- Að ræða sögu kvennameðferðar
- Að skilgreina þjónustu sem er áfallamiðuð og sérhæfða áfallaþjónustu sem tekur tillit til kynjasjónarmiða (e. gender-responcive services)
- Að lýsa áfallaferlinu og algengum viðbrögðum við áföllum
Vinnustofa 19:00-21:00
Kona fetar sporin tólf: Áfallamiðuð nálgun
Þegar AA-samtökin voru stofnuð árið 1935 voru flestir ef ekki allir meðlimir þeirra karlmenn. Notkun og misnotkun kvenna á áfengi var falin, eins og heimilisofbeldi, sifjaspell og annað ofbeldi og misnotkun á konum. Síðastliðin þrjátíu ár hafa hins vegar verið unnar viðamiklar rannsóknir á lífi kvenna og fíknivanda þeirra. Margar konur hafa farið í gegnum meðferð sem byggð er á 12 sporum AA-samtakanna og nú er ljóst að meðferðarþarfir kvenna eru aðrar en karla og sama er að segja um leið þeirra til bata frá fíkn. Í þessari vinnustofu verður rætt um þennan kynjamun og það námsefni sem fylgir metsölubókinni A Woman’s Way through the Twelve Steps. Lögð er áhersla á viðfangsefni hvers spors fyrir sig (eins og að sleppa tökunum, viðurkenningu, æðri mátt, þakklæti, fyrirgefningu og fleira), ásamt því að gera æfingar.
Markmið:
- Að skilgreina þjónustu út frá kynjasjónarmiðum
- Fara yfir sögu 12 spora samtaka
- Kynna æfingar sem hjálpa konum að skilja viðfangsefnin/hugtökin í hverju spori fyrir sig
Seinni dagur: 2. september, 2015
Vinnustofa 09:00-12:00
Líf eftir áföll: Bataleið fyrir konur
Þó að rannsóknir og reynsla meðferðaraðila bendi eindregið til þess að hátt hlutfall kvenna glími við fjölkvilla (e. co-occurring disorders) hafa ráðgjafar og meðferðaraðilar oft lítil verkfæri í höndunum til að bregðast við þessum raunveruleika. Vinnustofan er byggð á námsefni sem miðast við áfallamiðaða meðferð kvenna, Beyond Trauma, efnið er samið til notkunar í göngudeildarmeðferð, inniliggjandi meðferð og í réttarvörslukerfinu. Aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar, núvitundar, listmeðferð (e. expressive arts) og grundvallaratriði samskiptameðferðar (e. relational therapy) eru samþætt í þess styrkleikamiðuðu nálgun (e. strength-based approach). Einnig er farið inn á sálfræðslu (e. psycho-educational) þar sem konum er kennt um áhrif áfalla, ferli þeirra og áhrif á innra sjálf (hugsanir, tilfinningar, trúnað, gildi) og ytra sjálf (hegðun og sambönd, þar á meðal foreldrahlutverkið). Í vinnustofunni er unnið með gagnvirkar æfingar þar sem sýnd er tækni sem ráðgjafar geta notað til að hjálpa skjólstæðingum að þróa með sér bjargráð og tilfinningalega vellíðan. Þá verður stytt útgáfa af fimm stunda dagskrá sem nefnist Healing Trauma einnig rædd.
Markmið:
- Að skilja sögulegan bakgrunn áfallameðferðar
- Lýsa tveimur áfallamiðuðum inngripum í meðferð kvenna
- Sýnatherap ákveðin meðferðarinngrip
Vinnustofa 13:00-17:00
Raddir: Vinnustofa um sjálfsuppgötvun og valdeflingu
Unglingsárin eru tími mikilla uppgötvana, baráttu og þroska. Þetta ferli er sérstaklega flókið fyrir stúlkur þar sem þær horfast í augu við miklar áskoranir á leið til heilbrigðs þroska. Menning okkar gerir þessar áskoranir enn þungbærari þar sem stúlkur búa oft við mjög erfið uppeldisskilyrði. Margar ungar konur missa sína eigin rödd í þessu ferli. Þessi vinnustofa byggir á námsefninu Voices: A Program of Self- Discovery and Empowerment for Girls sem tekur mið af áfallamiðaðri nálgun. Efninu er ætlað að hvetja stúlkur og ungar konur til að finna sjálfar sig og tjá sig. Námsefni námskeiðsins (handbók leiðbeinenda og dagbók þátttakenda) er hægt að nota í skólum, á meðferðarstofnunum og í réttarvörslukerfi fyrir ungmenni. Efnið lýsir heimi stúlkna ásamt því að veita yfirlit yfir þá þætti sem eru nauðsynlegir þegar skapa á kynjasamþætta og áfallamiðaða þjónustu. Áherslan er á gagnvirkar æfingar sem skýra þær aðferðir sem ráðgjafar geta notað með stúlkum og ungum konum. Á meðal þess sem komið er inn á er þróun jákvæðrar sjálfsmyndar, uppbygging heilbrigðra sambanda, neyslu fíkniefna, sálræna og tilfinningalega vellíðan, kynferðismál og skipulagningu jákvæðrar framtíðar. Einnig er komið inn á málefni stúlkna í réttarvörslukerfinu.
Markmið:
- Að skilja heim stúlkna/ungra kvenna
- Ræða kenningalegan grunn þjónustu fyrir stúlkur
- Skoða nauðsynlega þætti áfallamiðaðrar þjónustu með kynjasjónarmið að leiðarljósi
- Útlista ákveðnin inngrip í meðferð
- Sjálf
- Sambönd
- Heilbrigt líferni (líkamlegt, tilfinningalegt, andlegt)
- Leiðin framundan