NORA ráðstefna

Alþjóðleg ráðstefna norræna samstarfsnetsins NORA í kynja- og jafnréttisfræðum verður haldin dagana 22.–24. maí 2019 við Háskóla Íslands. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics“ og er haldin á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum í samstarfi við Alþjóðlegan Jafnréttisskóla (UNU-GEST) og ranssóknasetrið EDDU við Háskóla Íslands.

Á ráðstefnunni verða fluttir tæplega 250 fyrirlestrar og fimm lykilfyrirlestrar um álitamál sem varða m.a. landamæri og jafnréttismál á tímum vaxandi þjóðernishyggju, afnýlendustefnu, femínískt andóf, popúlisma, hinsegin fræði, frumbyggjafræði og fólksflutninga.

Lykilfyrirlesarar eru:

Diana Mulinari, prófessor í kynjafræði við Háskólann í Lundi.  Í fyrirlestri sínum, „Feminist Visions in Troubled Times“, mun hún fjalla um dystópíska orðræðu samtímans varðandi samskipti kynjanna, kyngervi og fjölskyldutengsl og nýja strauma í femínískri fræðimennsku.

Miriam Ticktin, dósent í mannfræði við The New School for Social Research í New York. Fyrirlestur hennar ber yfirskriftina „Beyond Innocence: Feminism and the Commons“ og fjallar um tengslin milli sakleysis og stjórnmála með vísan í vald og rýmismörk og „femínískt almannarými“.

Rauna Kuokkanen, rannsóknarprófessor í frumbyggjafræðum við Háskólann í Lapplandi. Í erindinu, sem ber heitið „Post-State Indigenous Feminist Sovereignties“, mun hún fjalla um samísku hreyfinguna Ellos Deatnu! (Lengi lifi Deatnu!) og hugmyndir um femínískt fullveldi meðal frumbyggja.

Madina Tlostanova, prófessor í eftirlendu- og kynjafræði við Háskólann í Linköping. Í fyrirlestri sínum, „Decoloniality, Border Thinking and Feminism in the Futureless World“, mun hún fjalla um landamærahugsun sem lykilhugtak í tengslum við afnýlenduvæðingu.

Kim TallBear, dósent við deild frumbyggjafræða í Háskólanum í Alberta. Fyrirlestur hennar ber yfirskriftina „Tipi Confessions and the RELAB: Decolonizing Indigenous Sexualities, and Research-Creation“. Þar mun hún fjalla um list- og rannsóknastofuna RELAB sem rekin er við frumbyggjadeild Alberta-háskóla í samvinnu við listafólk af ættum frumbyggja. Hún mun m.a. greina frá sögusýningunni Tipi Confessions og hvernig hún hefur varpað ljósi á samspil hinsegin fræða og listsköpunar.

Á ráðstefnunni verða fimm málstofur sem eru opnar öllum á meðan húsrúm leyfir. Opnu málstofurnar fara allar fram í fyrirlestrasalnum í Veröld – húsi Vigdísar og Odda og .

Miðvikudaginn 22. maí á milli klukkan 15:15 og 17:15 er málstofan Far-Right Projects  í stofu 101 í Odda.

Fimmtudaginn 23. maí á milli klukkan 11:00 og 12:30 er málstofan The Politics of White í stofu 101 í Odda.

Föstudaginn 24. maí eru tvær opnar málstofur, Gender and Nationalism og Creativity, Resistance, and Change in Times of Crises: Who is the Subject Speaking? Verða málstofurnar báðar haldnar í Veröld – húsi Vigdísar á milli klukkan 13:15 og 15:15

Dagskrá í fullri lengd má sjá hér. Stytta útgáfu af dagskránni má finna hér og hér að neðan.

#NORAgender2019

 

 

NORA 2019 Conference

The NORA conference 2019, on critical feminist cross-disciplinary research and activities relying on contemporary and/or historical perspectives, focuses on the theme of material and symbolic borders in a period of nationalist revival, putting forward questions on the return to territoriality; the construction of new political, cultural and social boundaries; the shaping of border regimes gendering relations; the boundaries affecting work for social justice and equality as well as intersectional, gender, queer and feminist research and how feminist resistance be can organized against paternalistic modes that reinstate and reinforce relations of inequality.

Conference Keynote speakers are:
Diana Mulinari, Professor at Department of Gender Studies University of Lund, Sweden.
Miriam Ticktin, Associate Professor of Anthropology at The New School for Social Research.
Rauna Kuokkanen, Sápmi, Research Professor of Arctic Indigenous Studies at the University of Lapland, Finland.
Madina Tlostanova (Lostan), Linköping University, Sweden, is a decolonial thinker and writer, currently chaired professor of postcolonial feminisms at the Gender Studies Unit of the Department of Thematic Studies (TEMA), Linköping University.
Kim TallBear, Associate Professor at the Faculty of Native Studies, University of Alberta, and Canada Research Chair in Indigenous Peoples, Techno-science, and Environment, is an enrolled member of the Sisseton-Wahpeton Oyate in South Dakota and also descended from the Cheyenne & Arapaho Tribes of Oklahoma.

 

Programme in PDF

The full version of the programme is available here. The short programme is available here and below.
The programme is subject minor changes and modifications.

 

Wednesday 22 May

Time Event Venue
8:00-10:00 Registration and Coffee Háskólabíó
10:00-10:45

Welcome Remarks: Jón Atli Benediktsson, Rector of the University of Iceland

Opening  Address: Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland

Musical Performance: Reykjavíkurdætur (Daughters of Reykjavík)

Conference Overview: Irma Erlingsdóttir, Director of RIKK/GEST, and Hilde Danielsen, Chair of the Board of NORA

Háskólabíó
10:45-12:30

Keynotes
Diana Mulinari, University of Lund, Sweden: Feminist Visions in Troubled Times

Miriam Ticktin, New School for Social Research, NY, USA: Beyond Innocence: Feminism and the Commons.

Háskólabíó
12:30-13:30 Lunch Súlnasalur, Hotel Radisson Blu Saga
13:30-15:00 Parallel Sessions Árnagarður / Oddi
15:00-15:15 Coffee break Árnagarður / Oddi
15:15-17:15 Parallel Sessions

 

 

Gerdur Kristny, Award-winning poet and novelist, reads from her book Bloodhoof (Ice. Blóðhófnir)

 

The Barbara Choir. Conductor: Hilmar Örn Agnarsson “Mind travel

Súlnasalur, Hotel Radisson Blu Saga

Thursday 23 May

Time Event Venue
9.00-10.45 Keynotes
Madina Tlostanova, Linkoping University, Sweden
Decoloniality, Border Thinking and Feminism in the Futureless WorldRauna Kuokkanen, University of Toronto, Canada
Post-State Indigenous Feminist Sovereignties
Háskólabíó
10.45-11.00 Coffee break Háskólabíó
11:00-12:30 Parallel Sessions Árnagarður / Oddi /
12:30-13:30 Lunch and Poster Presentations
The Nora Journal – Meet the editors of NORA. Moderator: Tiina Suopajärvi (TAU)Swedish KvinnSam – National Resource Library for Gender Studies. Moderator: Linda Börjesson & Sanna Hellgren
Súlnasalur, Hotel Radisson Blu Saga
13:30-15:00 Parallel Sessions Árnagarður / Oddi /
15:00-15:15 Coffee break Árnagarður / Oddi /
15:15-17:15 Parallel Sessions Árnagarður / Oddi /

Friday 24 May

Time Event Venue
9.00-10.00 Keynote
Kim TallBear, University of Alberta, Canada: Tipi Confessions and the RELAB: Decolonizing Indigenous Sexualities, and Research-Creation
Háskólabíó
10.00-10.15 Coffee break Háskólabíó
10:15-12:15 Parallel Sessions Árnagarður / Oddi /
12:15-13:15 Lunch Súlnasalur, Hotel Radisson Blu Saga
13:15-15:15 Parallel Sessions Árnagarður / Oddi /
15:15-15:30 Coffee break Árnagarður / Oddi /
15:30-16:30

Closing Session
Irma Erlingsdóttir (Chair), Associate Professor and Director University of Iceland

Christine M. Jacobsen, Professor and Director of Centre for Women’s and Gender Research, University of Bergen

Jeff Hearn, Professor, Örebro University; University of Huddersfield; Emeritus, Hanken School of Economics

Marianne Liljeström, Professor, University of Turku

Tamara Shefer, Professor of Women’s and Gender Studies

Wanelisa Xaba, PhD candidate, University of the Western Cape

Háskólabíó
16:30-17:00 Cultural Event
Snjólaug Lúðvíksdóttir, Feminist Stand-up Comedian
Háskólabíó
17:00-19:00 Reception Háskólabíó