Dr. Brynja E. Halldórsdóttir

Dr. Brynja E. Halldórsdóttir

Dr. Brynja E. Halldórsdóttir er þriðji fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK á haustmisseri 2018 og nefnist fyrirlestur hennar „„Ást er líkt við …“: Reynsla erlendra kvenna af ástarsamböndum í íslensku samfélagi í ljósi #MeToo“. Fyrirlesturinn er fluttur fimmtudaginn 4. október, frá kl. 12.00-13.00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

MeToo-frásagnir erlendra kvenna sem birtust í Kjarnanum síðastliðinn vetur sýna að ástin er ekki alltaf dans á rósum, sérstaklega hvað varðar reynslu þeirra í nýju landi. Erfitt reyndist að nálgast frásagnir þessara kvenna en hafa ber í huga að þær hafa oft á tíðum ekki sama stuðningsnet og íslenskar konur og eru því mun berskjaldaðri fyrir hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Í ljósi þessa er þýðingarmikið að draga fram reynslu þeirra og frásagnir sem er einmitt markmið þessa fyrirlesturs. Í þeim kemur fram að þær hafa mátt sæta grófu ofbeldi, frelsissviftingum, mansali og vinnutengdu ofbeldi. Mikilvægt er þegar frásagnirnar eru greindar og túlkaðar að setja þær í ákveðið samhengi og skoða þá m.a. margbreytilegar menningarhefðir, skyldur og væntingar. Í þessu erindi verða frásagnir erlendra kvenna í kjölfar #MeToo-byltingarinnar greindar út frá hugmyndum og skrifum bell hooks um ástina sem undirstöðu félagslegs jafnréttis í vestrænum samfélögum.

Brynja Elísabeth Halldórsdóttir lauk doktorsprófi frá Minnesota-háskóla í alþjóðamenntunarfræðum með áherslu á fjölmenningu og jafnræðishugmyndir fyrir jaðarhópa í skólum og þjóðfélögum, árið 2012. Brynja starfar nú sem lektor, í Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, þar sem hún sinnir kennslu og hefur umsjón með alþjóðlegu námi í menntunarfræðum. Rannsóknir Brynju tengjast gagnrýnum fjölmenningarfræðum og í þeim hefur hún beint sjónarhorninu að stöðu innflytjenda og annarra jaðarhópa, birtingarmyndum fordóma og kynbundnu ofbeldi.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og er framlag RIKK til Jafnréttisdaga og er hægt að fylgjast með þeim á Facebook!

***

Fyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2018 er tileinkuð byltingu kvenna gegn áreitni og ofbeldi og þeim viðbrögðum, rannsóknum og aðgerðum sem af henni hafa hlotist og verður leitast við að rýna í ástæður, eðli og afleiðingar #MeToo-byltingarinnar frá margvíslegum sjónarhornum.

Hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2018 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

________________________________________

„Some say love, it is a“ …: How the #MeToo discourse reflected immigrant women in Iceland

Brynja E. Halldórsdóttir is the third lecturer in the RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference – 2018 autumn term lecture series. Her lecture is titled: “Some say love it is a* …: How the #MeToo discourse reflected immigrant women in Iceland” and will take place on Thursday, 4 October, from 12.00-13.00, at the National Museum of Iceland lecture hall.

The #MeToo stories of immigrant women published in Kjarninn earlier this year touched off thoughts of popular conceptions of love and social justice while also being striking reading. These narratives told stories of intimate partner violence, imprisonment, trafficking and work-related violence. The women´s stories illustrate that immigrant women lack the cultural and social networks that Icelandic women have. Their stories are important as part of the discussion on women’s rights in Icelandic society, as well as in a larger context where populistic rhetoric around immigrants in the West is becoming increasingly evident. In this talk, the stories of foreign women in the wake of #MeToo revolution will be critically examined through bell hooks’ work on love as an integral part of social justice in Western societies.

Brynja E. Halldórsdóttir is an assistant professor of Critical Education Studies at the University of Iceland. She currently is the chair of the Department of International Studies in Education. Her research areas focus on issues of institutional and structural racism and exclusion, immigrant positionality and critical educational theory in diverse societies and educational institutions. With her colleagues, Randi Stebbins, Susan Gollifer and Jón Ingvar Kjaran, she recently received an Equality Fund Grant to begin research on this vital topic.

The lecture is in English, open to everyone and admission is free.

The event is on Facebook!

The lecture is RIKK’s contribution to Equality days. Follow the programme of the Equality days on Facebook!

***

The RIKK lecture series during the autumn term 2018 is dedicated to women’s revolution against harassment and violence, and the attending responses, research and activism, in an endeavour to analyse the incentives, nature and consequences of the MeToo movement from different viewpoints.

RIKK lecture series in the autumn semester 2018 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.