(English below)
Dr. Joni Seager, prófessor og forstöðumaður deildar hnattrænna fræða við Bentley-háskóla, heldur níunda fyrirlestur vormisseris, „Að gera konur ósýnilegar: Það sem er talið, telur“, mánudaginn 11. apríl kl. 12-13, í sal 101 í Lögbergi.
Dr. Seager er femínískur landfræðingur og hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir femíníska greiningu á umhverfisstefnu; umhverfiskostnaði hernaðar og hernaðarhyggju; jafnrétti og loftlagsbreytingum. Hún hefur starfað sem ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna við stefnumótunarverkefni um jafnrétti og umhverfismál, þar á meðal hefur hún verið ráðgefandi við umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna í að samþætta kynjasjónarmið inn í störf stofnunarinnar, hjá UNESCO og efnahags- og félagsmálaskrifstofu SÞ um jafnrétti og vatnsmál. Hún er aðalhöfundur fyrsta hnattræna mats UNEP á tengslum jafnréttis- og umhverfismála sem verður birt á þessu ári.
Kynjatengsl og sérstæðar aðstæður kvenna eru að mestu leyti fjarverandi í opinberum alþjóðlegum hagtölum sem innihalda sama og engin kyngreind gögn, hvorki staðbundið né á alþjóðavísu. Þetta er afleiðing hefðbundinnar kynjamismununar – þeirrar venju að horfa fram hjá lífi kvenna og þeirrar ranghugmyndar að heimur karla sé algilt, ófrávíkjanlegt viðmið. En það eru ákveðnir starfshættir, pólitísk stefnumótun og ákvarðanir sem skapa ósýnileika.
Fyrirlesturinn er fluttur á ensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
Viðburðurinn er á Facebook!
Hádegisfyrirlestraröðin á vormisseri 2016 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og UNU-GEST, Alþjóðlega jafnréttisskóla Háskóla sameinuðu þjóðanna.
„Making women invisible: What gets counted, counts“
Dr. Joni Seager Professor and Chair of the Global Studies Department at Bentley University gives the lecture „Making women invisible: What gets counted, counts“, Monday, 11 April, in room 101 in the Lögberg building, University of Iceland.
Dr. Seager is a feminist geographer and has achieved international acclaim for her work in feminist environmental policy analysis, the environmental costs of militaries and militarism, and gender and climate change. She has been an active consultant with the United Nations on several gender and environmental policy projects, including consulting with the United Nations Environmental Programme on integrating gender perspectives into their work, and with UNESCO and the Division on Economic and Social Affairs on gender in water policy. She is currently the lead author for UNEP’s first global assessment of gender and environment.
Gender relations and the specifics of women’s lives are largely absent from official international ‘statistical regimes’ that provide virtually no gender-disaggregated data at any scale from local to global. This is a product of everyday discrimination — the typical ‘overlooking’ of women’s lives and the assumption that the false male universal still prevails. But there are specific practices, policies, and decisions that produce invisibility.
The lecture is given in English, is open to everyone and admission is free.
The event is on Facebook!
The lecture series in the spring semester 2016 is held in collaboration with The National Museum of Iceland and UNU-GEST.