Þann 1. september kl. 16:15 flutti Elvira Scheich fræðimaður við Tækniháskólann í Berlín fyrirlestur Í stofu 101 í Odda um kynjapólitík og friðarhreyfingar í Vestur-Þýskalandi eftirstríðsáranna.

Þegar þýskar kvenréttindahreyfingar endurskipulögðu starfsemi sína eftir seinni heimsstyrjöldina voru friðarstjórnmál miðlægt og áríðandi málefni sem allir gátu verið sammála um. Sú eining sem um þetta skapaðist varð þó aldastríðinu snemma að bráð og árið 1952 var Friðarhreyfing kvenna í Vestur-Þýskalandi stofnuð til að standa vörð um friðarhugsjónina. Konurnar sem stóðu að þessari hreyfingu túlkuðu og tjáðu kynjaða reynslu af hernaðarátökum og lögðu þunga áherslu á nauðsyn þess að óréttlæti og glæpir fortíðarinnar féllu ekki í gleymsku – en sú  afstaða stríddi beint gegn almennri afstöðu. Orðræða “Friðarkvenna“ byggði á sterkri, táknrænni pólitík kyngervis. Þótt baráttufólk hreyfingarinnar (WFFB) hafi lagt sitt af mörkum til stofnunar almenns lýðræðis í Vestur-Þýskalandi fór endurnýjun hefðbundinna gilda og kynjahlutverka  á sjötta áratugnum næstum fram hjá því.