Dr. Guðbjörg Hildur Kolbeins hélt fyrirlestur fimmtudaginn 20. október kl. 15.00 í Öskju, stofu 132. Að beiðni norrænu ráðherranefndarinnar var gerð samnorræn rannsókn á klámnotkun ungs fólks og viðhorfum þess til kynlífs árið 2005. Niðurstöður voru kynntar á ráðstefnu í Osló í september og hafa fjölmiðlar, sem fjallað hafa um rannsóknina, iðulega farið rangt með staðreyndir. Hér á landi tóku 323 unglingar á aldrinum 14 til 18 ára þátt í rannsókninni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í erindinu og m.a. fjallað um tengsl klámnotkunar við kynlífshegðun unglinga. Guðbjörg Hildur er doktor í fjölmiðlafræði og hefur undanfarin ár m.a. kennt námskeið um áhrif kláms og ofbeldis við Háskóla Íslands.