Alþjóðaviðskipti og konur í þróunarlöndum

Þann 30. apríl kl. 12:00-13:00 flytur Ragna Sara Jónsdóttir, ráðgjafi, erindið Alþjóðaviðskipti og konur í þróunarlöndum í stofu 101 í Odda.

Starfsemi alþjóðlegra fyrirtækja teygir sig víða um heim og virðiskeðjur fyrirtækja ná heimsálfa á milli. Neyslumynstur Vesturlanda á undanförnum árum hefur leitt til verulegrar framleiðsluaukningar í þróunarlöndum. Hvaða áhrif hafa þessar breytingar haft á konur í þróunarlöndum? Jafngildir aukin atvinna aukinni velsæld eða eru þrælabúðir enn við lýði?