Konur og alþjóðlegir fólksflutningar

2. apríl flytur Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði, erindið Konur og alþjóðlegir fólksflutningar í stofu 104 á Háskólatorgi.

Í fyrirlestrinum mun Unnur Dís fjalla um mikilvægi þess að beita kynjafræðilegri greiningu í rannsóknum á fólksflutningum. Með kynjafræðilegum nálgunum má öðlast betri skilning á orsökum flutninga karla og kvenna og hvernig kyn hefur áhrif á flutninga þeirra og möguleika í nýju landi. Hún mun sérstaklega fjalla um nýlegar áherslur í rannsóknum og beina sjónum að alþjóðlegum fólksflutningum til Íslands.