Föstudaginn 1. sept. kl. 12.15 flytur prófessor Penny Farfan við Háskólann í Calgary í Kanada fyrirlestur sem hún kallar Karlmaður sem dýr: Síðdegi skógarpúkans í meðförum Nijinskys. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda og er á ensku.
Árið 1912 frumflutti Rússneski ballettinn, ballettflokkur Serge Diaghilev, verkið Síðdegi skógarpúkans í París og vakti sýningin mikla athygli og hneykslun. Tónlistin var eftir franska tónskáldið Debussy en ballettinn var saminn af rússneska dansaranum Vaslav Nijinsky. Bæði tónverk og ballett voru innblásin af ljóði Stephane Mallarmé (1842-1898) L´Apres-midi d´un Faun. Ballettinn markaði tímamót hvað varðar birtingarmynd og túlkun á karlmennsku.
Í fyrirlestrinum mun Penny Farfan fjalla um hvernig frásagnaraðferð ballettsins birtist í tvíræðum dansi og hreyfingum skógarpúkans sem dregur fram hina sérstöku kóreografíu verksins. Skógarpúkinn er karlkyns vera en þó hvorki karlmannlegur né kvenlegur. Þessi byltingarkennda „hinsegin“ framsetning átti sinn þátt í mótun nútíma kynvitundar en var á sínum tíma mikil ógn við ríkjandi hugmyndir um kyn og kynhlutverk. Túlkun Nijinskys á skógarpúkanum var sögð sjúkleg og ýtti undir umtal um andleg veikindi hans. Sýningin á Síðdegi skógarpúkans árið 1912 er dæmi um einstakan listviðburð sem markaði tímamót og má skoða sem dæmi um kynusla þar sem kynhlutverkum var snúið við, farið yfir landamæri og viðteknum kynhugmyndum ögrað. Þannig átti ballettsýning Nijinskys þátt í að skapa og ýta undir nýja orðræðu um breytilega kynvitund sem tengir okkur við umræðu samtímans.
Þess má geta að árið eftir frumfluttu þeir Diaghilev og Nijinsky ballettinn Vorblótið við tónlist Stravinskys. Þar er skemmst frá að segja að þótt margir fögnuðu nýsköpun þeirra félaga þótti sýningin reginhneyksli. Hróp voru gerð að dönsurum og slegist í salnum. Urðu sýningar örfáar. Vorblótið markaði einnig tímamót. Nýjar hugmyndir og djörfung í listsköpun voru að halda innreið sína en þær áttu eftir að blómstra eftir lok hinnar hörmulegu heimsstyrjaldar 1914-1918 sem m.a. hafi mikil áhrif á líf ballettdansarans Nijinskys.
—
Abstract
Vaslav Nijinsky’s choreography and performance of the controversial modernist ballet Afternoon of a Faun (1912) was a transformational moment in the representation of masculinity. This lecture will consider how the work’s narrative structure coalesced with its distinctive choreographic style to stage, through the ambivalent figure of the Faun, a male sexual animal that was at once non-masculine and non-effeminate. This queerly dissident representation of masculinity contributed to the formation of modernist sexual identities, but the threat that it posed to dominant ideologies of gender and sexuality was contained as character and creator became pathologically fused in the mythologized figure of Nijinsky as faun that entered the popular imagination through the retrospective lens of his mental illness. Afternoon of a Faun thus serves as a case study of how modernist performance practice disrupted normative sex and gender roles and, in doing so, participated in the development of, and fueled the circulation of discourse about, emergent modern sexual identities.
About Penny Farfan
Penny Farfan holds a PhD from Northwestern University in the United States and is currently University Professor of Drama and English at the University of Calgary in Canada, where she teaches modern drama and theatre history. Her research has been published in such leading journals as Text and Performance Quarterly, Modern Drama, Theatre Journal, Canadian Theatre Review, Woolf Studies Annual, American Drama, The Journal of Dramatic Theory and Criticism, and The Journal of American Drama and Theatre, and she has served as the book review editor of Modern Drama. She has received fellowships and grants from the Folger Shakespeare Library, the Calgary Institute for the Humanities, the Killam Trust, and the Social Sciences and Humanities Research Council of Canada (1998-2002; 2004-2007), and her book Women, Modernism, and Performance was published by Cambridge University Press in 2004. Her current research focuses on gender and sexuality in interdisciplinary modernist performance.