Fimmtudaginn 13. nóvember, klukkan 16.00-1800 verður haldið málþing um kyn og byggðaþróun í Háskóla Íslands á vegum RIKK í stofu 101, Lögbergi.

Sérstakur gestur málþingsins er Dr. Rasmus Ole Rasmussen, prófessor í hagrænni landfræði við Roskilde Háskólann í Danmörku og forstöðumaður NORS, rannsóknastofnunar um byggðaþróun Norður–Atlantshafs svæðanna. Hann flytur fyrirlestur um nauðsyn þess að endurskoða gildandi áherslur í byggðaþróun til þess að stuðla að fjölbreyttu mannlífi á landsbyggðinni. Vífill Karlsson, Anna Karlsdóttir og Magnfríður Júlíusdóttir bregðast síðan við erindi hans út frá rannsóknum sínum á þróun atvinnulífs og búsetu á Íslandi.

Dagskrá:

Rasmus Ole Rasmussen, prófessor í hagrænni landfræði: Endurmótun áherslna í byggðaþróun: Kyn, lífsskeið og hreyfanleiki á hnattvæðingartímum.

Vífill Karlsson, lektor í hagfræði við Háskólann á Akureyri: Hagrænt mikilvægi kvenna.

Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði: Jafnrétti á jaðrinum. Kynjasögur úr stefnu og framkvæmd byggðamála.

Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði og ferðamálafræði: Konur og auðlindanýting.

Ágrip af erindi Rasmus Ole Rassmussen: „Íbúar“ eru fjölbreyttur hópur einstaklinga sem eru skilgreindir m.a. út frá aldri en einnig félagslegum og hagrænum þáttum. Í auknum mæli er farið að líta á íbúa sem einstaklinga sem bregðast við breytingum með afar mismunandi hætti. Kynjabreytan sker sig úr í þessu samhengi, t.d. hvað varðar uppbyggingu þekkingarsamfélagsins. Hvaða þættir ýta undir ólík viðbrögð kynjanna við breytingum? Og hvaða landfræðilegu, hagrænu og samfélagslegu áhrif hafa þessi ólíku viðbrögð á uppbyggingu samfélaga?

Áður fyrr, fól ákvörðun um búsetustað yfirleitt í sér ákvörðun fyrir lífstíð. Samband lífsskeiðs, hreyfanleika og staðar til búsetu er mun flóknara í samtímanum. Afleiðingu þessa samspils má sjá í þróun svæða með mismunandi einkenni. Vægi kynjabreytu í þessum ferlum eru m.a. greinanleg í þróun tvöfaldrar búsetu og sveitalífsstíl. Hver eru áhrif félagslegra tengsla, þ.m.t. kyngervis, á búferlaflutninga og hvernig breytast tengsling í kjölfar flutninga, bæði á staðnum sem flutt er frá og til?

_____________________________

Seminar on Gender and Regional Developments – Thursday, 13th of November, Lögberg, room 101.

Rasmus Ole Rasmussen, director of NORS – North Atlantic Regional Studies: Re-structuring the regional perspectives: Why gender, life cycles, and global mobility matters!

Vífill Karlsson, assistant professor at the University of Akureyri. The importance of women for economic growth

Magnfríður Júlíusdóttir, assistant professor at the University of Iceland: Equality on the margins. Gender in regional policy and practice.

Anna Karlsdóttir, assistant professor at the University of Iceland: Women and the utilization of resources.

Abstract from Rasmus Ole Rasmussen: „Population“ is not a homogenous entity, but consists of different groupings, based on age and social and economic stratification. Increasingly, however also on individuals with divergent response patterns to changes, and of which the gender component seems to becoming crucial. Genders reacts still more independently and marked differently to changes, for instance in relation to knowledge economy challenges. But what contributes to the gendered differences in attitudes to change in general? And what are the implications of the gendered differences in attitudes to goals of mobility, geographically, economically as well as socially?

„Settling“ used to be a for-life decision, but the life cycle position increasingly affects mobility and choice of location, resulting in different regional characteristics, and with the gender component becoming an important key explanans, for instance in connection with the development of second homes and new rural lifestyles. What kind of social interaction influences the choice of moving, and what kind of social interaction exists both before and after moving in the communities of donation and in the communities of reception?