Konur sem hreyfanlegt vinnuafl

Þann 24. nóvember hélt Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur erindið Konur sem hreyfanlegt vinnuafl.

Á síðasta fjórðung 20. aldarinnar hefur konum sem fara á milli landa fjölgað og þær eru að ferðast lengra en áður hefur tíðkast. Ástæðurnar fyrir þessum flutningum eru oft af fjárhagslegum toga en jafnframt fara konur á milli landa af öðrum ástæðum til dæmis sem námsmenn eða sem flóttamenn. Þegar aðflutningur erlends vinnuafls á Íslandi fór að aukast í lok 9. og fram á 10. áratuginn voru fleiri konur en karlar sem komu til landsins með tímabundið atvinnuleyfi. Þær fóru að mestu í störf sem fyrirfram voru skilgreind sem kvennastörf svo sem í fiskvinnslu, umönnun og þrif.

Unnur Dís Skaptadóttir, mannfræðingur, hefur stundað rannsóknir á sviði innflytjendamála um árabil og í erindi sínu skoðaði hún niðurstöður rannsókna sinna í samanburði við kynjafræðilegar rannsóknir á þessu sviði til að varpa ljósi á reynslu kvenna sjálfra og til að skoða mótun kyngerfis í tengslum við störf og etnískan uppruna.