Áhrif femínisma á íslenska utanríkisstefnu

Fimmtudaginn 25. mars hélt Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur og aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fyrirlestur er nefnist „Áhrif femínisma á íslenska utanríkisstefnu”. Fyrirlesturinn var haldinn í Öskju, stofu 132, kl. 12.25-13.25.

Í erindi sínu fjallaði Silja Bára um breytingar á utanríkisstefnu Íslands á árunum 1999-2009 og beindi athygli sinni sérstaklega að auknum áherslum á málefni kvenna. Hún benti á að þetta hafi gerst vegna þrýstings úr ólíkum áttum, frá löggjafar- og framkvæmdavaldi og frjálsum félagasamtökum. Þá virðist aðstaða hafa skapast fyrir breytingar þegar kona varð í fyrsta sinn utanríkisráðherra. Ísland hefur síðan valið að nota málaflokkinn til að skapa sér sérstöðu á alþjóðavettvangi.

Silja Bára kennir meðal annars alþjóðastjórnmál og samningatækni við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún lauk BA-gráðu (með láði) frá Lewis & Clark College í Portland, Oregon og MA-gráðu frá Univeristy of Southern California, þar sem hún stundaði einnig doktorsnám. Hefur áður starfað á Jafnréttisstofu og sinnt ýmsum félagsstörfum, meðal annars í Félagi stjórnmálafræðinga, Kvenréttindafélagi Íslands, Femínistafélagi Íslands og í Landsnefnd UNIFEM.

Hér má hlýða á hljóðupptöku af fyrirlestrinum í boði Bryndísar Jóhannsdóttur.