Fimm hádegiserindi í Háskóla Íslands
30. ágúst – 3. september
Frá mánudegi til föstudags, 30. ágúst til 3. september 2010, kl. 12.00-13.00, verða haldin fimm erindi um kirkjuna og kynferðisofbeldi á vegum Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands.
Síðustu daga hefur verið hávær umræða í samfélaginu um kynferðisbrot innan kirkjunnar og að úrræði skorti í kirkjunni til að taka á slíkum málum. Hvernig á kirkjan að takast á við þá staðreynd að starfsmenn hennar geti gerst sekir um kynferðisbrot? Hvert á að vera hlutverk sannleiksnefndar sem rannsaka á meint kynferðisbrot fyrrverandi biskups? Hver er kynlífssiðfræði kirkjunnar? Hvernig má tryggja að kirkjan sé öruggur staður fyrir þá sem þangað leita? Hvaða reglur og verkferli eru til um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar? Hvert er hlutverk Fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar og hvernig starfar það? Er kirkjan úr takti við gildi samtímans – hverjum á hún að þjóna? Haldin verða stutt erindi og síðan boðið upp á umræðu um þessi mál. Öll velkomin.
Frummælendur:
Mánudagur 30. ágúst: Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, dósent í guðfræðilegri siðfræði.
Stofa 103, Lögbergi.
Þriðjudagur 31. ágúst: Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti og stundakennari við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild.
Stofa 103, Lögbergi.
Miðvikudagur 1. september: Ingibjörg María Gísladóttir, doktorsnemi í guðfræðilegri siðfræði.
Þjóðminjasafn Íslands, fyrirlestrasalur.
Fimmtudagur 2. september: Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í trúfræði.
Stofa 301, Árnagarði.
Föstudagur 3. september: Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur við LSH og formaður Fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar.
Stofa 301, Árnagarði.