Eleanor LeCain

Eleanor LeCain

Eleanor LeCain er fyrirlesari og ráðgjafi um framsæknar lausnir og forystu kvenna. Hún var þátttakandi í hátíðarráðstefnu í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna í Hörpu 22.-23. október síðastliðinn. Hún er formaður samtakanna „The Breakthrough Way“ og á þeirra vegum kynnir hún fyrir almenningi og forystumönnum stjórnvalda umbreytingaáætlanir samtakanna og aðstoðaði t.d. við kjör Elisabeth Warren til öldungadeildar bandaríska þingsins. Áður starfaði hún meðal annars sem aðstoðarinnanríkisráðherra Massachusett-fylkis.

LeCain hefur nú skrifað grein í vefritið Huffington Post um upplifun sína af heimsókninni til Íslands og hefur hana á því að vísa til Íslands sem goðsagnalegar kvennaparadísar. Komu sinni til landsins lýsir hún svona: „Það var eins og að vera kastað inn í Hennarland (e. Herland), goðsagnalands sem stýrt er af konum, í skáldsögu ameríska höfundarins Charlotte Perkins Gilman fyrir 100 árum.“ Hún vísar svo til réttinda sem íslenskar konur hafa sem sönnunar þess að hér sé mikið ævintýraland og segir að langt sé í land fyrir bandarískar konur að ná sömu stöðu.

Sem dæmi um almenn réttindi á Íslandi nefnir LeCain að fæðingarorlof, veikindaleyfi, almennar sjúkratryggingar og ókeypis menntun hún bendir á að það sé hlutverk félags- og húsnæðismálaráðherra að stuðla að jafnrétti kynjanna og að til sé staða í fjármálaráðuneytinu þar sem unnið er að kynjaðri fjárlagagerð. Hún þakkar sterkri stöðu kvenna, í stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi, þau réttindi og þann árangur sem náðst hefur í þessum málaflokkum og ber þau saman við réttindi kvenna í Bandaríkjunum með þessum orðum: „Það sem okkur virðist fjarlægur draumur er sjálfsagður hlutur fyrir norrænar konur.“

Þá þakkar LeCain íslenskum og norrænum konum fyrir þeirra árangur í jafnréttisbaráttu á liðinni öld og RIKK fyrir sinn hlut í skipulagningu ráðstefnunnar í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina og afmælisnefnd Alþingis.

Stofnunin þakkar hlýleg orð í sinn garð.

Greinina má nálgast á síðu Huffington Post.