Sigrún Sigurðardóttir er lektor á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Sigrún er sérfræðingur í erfiðum upplifunum í æsku og áhrifum þeirra á heilsufar og líðan síðar á ævinni og hefur hún unnið að þróun þverfaglegra meðferðarúrræða fyrir þá sem sem eiga sögu um erfiðar upplifanir í æsku. Úrræðið sem Sigrún hefur unnið að er kallað Gæfusporin. /
Sigrún Sigurðardóttir, Assistant Professor at the School of Health Sciences at the University of Akureyri and a doctoral candidate at the University of Iceland. Specialist in adverse childhood experiences and their influence on health and well-being in later life.
Fyrirlestur 15:00-16:00, 1. september 2015
Sálræn áföll í æsku; kynferðislegt ofbeldi og fíkn – heildræn meðferðarúrræði: Gæfusporin
Sálræn áföll, eins og ofbeldi og kynferðisleg misnotkun á börnum, geta haft alvarlegar og víðtækar afleiðingar á heilsufar, vellíðan og lífsgæði. Áhrifin geta verið mismunandi eftir því hvort um konu eða karl er að ræða. Þolendur kynferðisofbeldis í æsku glíma oft við flókin andleg og líkamleg vandamál, þjást af áfallastreituröskun og fíknivanda. Þeir eiga oft við mikinn vanda að etja í nánum samböndum, kynlífs- og hjónabandsvanda ásamt því að vera í meiri hættu en aðrir að lenda aftur í kynferðisofbeldi. Þetta er ein ástæðan fyrir mikilvægi aðskilinnar meðferðar kvenna og karla.
Oft spyrja heilbrigðisstarfsmenn ekki hvort skjólstæðingar þeirra hafi orðið fyrir misnotkun og þolendur er oft ekki viljugir að segja frá slíkri sögu. Þegar þeir síðan tjá sig um sögu sína fá þeir ekki alltaf rétta hjálp og stuðning í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisþjónustan þarf að skoða vanda skjólstæðinga sinna á heildrænan hátt og það er afar ófullnægjandi fyrir þá sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku ef eingöngu er litið á fíkn en ekki á heildarmyndina í meðferð.
Gæfusporin, sem eru doktorsverkefni Sigrúnar, er þverfagleg og einstaklingsmiðuð meðferð fyrir konur sem urðu fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Meðferðaraðilarnir eru hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfi, sálfræðingur, fjölskylduráðgjafi, félagsráðgjafi og heilsufræðingur. Í Gæfusporunum hafa konur fengið hjálp við afleiðingum áfalla, heilsufars- og fíknivanda. /
Lecture 15:00 pm – 16:00 pm, 1 September 2015
Psychological trauma; Child sexual abuse and addiction; holistic therapy: The Wellness-Program
Psychological trauma, such as violence and child sexual abuse (CSA), can have serious and widespread consequence for health, well-being and quality of life, that are not always the same for men and women. CSA survivors often deal with complex mental and physical problems, suffer from posttraumatic stress disorder (PTSD) and addiction and are at great risk of relationship problems, difficulties in sex life and relating to a spouse, marriage problems as well as risk of re-victimization and that is one of the reason why it is important to treat women separated from men.
Health care providers often do not ask about history of abuse and survivors may not readily report it, and if they report it they don´t always get appropriate help and support in the health care system. Each health problem needs to be addressed in treatment; treating one problem and not another can be insufficient in meeting CSA survivors’ needs, such as treating addiction without treating the trauma. The Icelandic Wellness-Program started as a pilot project for female CSA survivors and is a holistic, person-centered program. It is also the doctoral research of Sigrún Sigurðardóttir. Professionals working in the program are nurses, physiotherapists, an occupational therapist, a psychologist, a family therapist, a social worker, a health consultation therapist where women have found help dealing with their trauma, health problems and addiction.