Amma í fjöruferð

Amma í fjöruferð

Í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur öðluðust kosningarétt á Íslandi hefur verið ráðist í að safna frásögnum um ömmur hjá almenningi. Þeir sem að söfnuninni standa eru Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands , Sagnfræðistofnun og Þjóðminjasafn Íslands.

Það efni sem safnast verður notað í rannsóknarverkefnið Konur á 20. öld, á vegum Sagnfræðistofnunar og RIKK, um sögu kvenna á 20. öld og mun í framtíðinni verða uppspretta til enn frekari rannsókna.Það sem við leitum eftir eru fyrst og fremst eigin minningar fólks.Ekki er ætlast til að skrifaðar séu einhvers konar „ævisögur“ heldur mega þetta vera svipmyndir af kynnum þínum við ömmur þínar. En við tökum auðvitað fagnandi við lengri frásögnum, t.d. um lífshlaup ömmu.

Hægt er að velja á milli þess að skrifa algerlega frjálst og eftir eigin höfði eða að styðjast við nokkur minnisatriði til að móta frásögnina skila frásögninni með nafni eða nafnlaust og á það einnig við um ömmurnar. Hvort sem valið er að gera er litið svo á að þátttakendur hafir samþykkt að frásögn þeirra tilheyri gagnasafni Þjóðminjasafns Íslands og að safninu sé heimilt að skrá frásögnina í stafrænan gagnagrunn og gera hana aðgengilega almenningi, fræðimönnum og öðrum, um tölvunet eða með öðrum hætti. Einnig að frásögnin sé afrituð í þágu almennings og til rannsókna.

Margar myndir ömmu

Margar myndir ömmu

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 530 2246 en einnig má senda tölvupóst á agust@thjodminjasafn.is.
Spurningaskráin er aðgengileg á vef Þjóðminjasafnsins: Spurningaskrá.
Einnig er hægt að skrifa frásögnina inn í autt skjal og senda hana á netfangið agust@thjodminjasafn.isHér má finna leiðbeiningar fyrir þá sem frekar kjósa að skrifa frásögu sína inn í textaskjal og senda hana í tölvupósti: Frásagnir um ömmur.