Í gær voru kynntar tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna. Ein af þeim bókum sem tilnefndar eru í flokki fræðirita er Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903 eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, en bókin er doktorsverkefni Erlu Huldu og er gefin út af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum ásamt Sagnfræðistofnun og Háskólaútgáfunni.

Umsögn dómnefndar um Nútímans konur hljóðar svo:

Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903 eftir Erlu Huldu Halldórsdótturfjallar um mikilvægt tímabil í mótun íslenskrar þjóðarímyndar. Í bókinni er teflt saman rannsókn á kvennaskólum þegar þeir voru að koma til sögunnar og einkabréfum kvenna sem endurspegla væntingar þeirra á þessum umrótatímum. Bókin dregur fram þátt kenna í mótun nútímasamfélags og ólíkar sýnir á hlutverki og stöðu kvenna í því samfélagi. Höfundur dregur saman aðferðafræði og þróun kenninga í kvennasögufræðum á greinargóðan hátt í inngangi og er sá kafli mikilvægt innlegg í spennandi grein sagnfræðinnar. Nútímans konur er lipurleg skrifuð og bókin er aðgengileg bæði fræðafólki og almenningi.“

Aðrar tilnefningar til Fjöruverðlaunanna má nálgast hér.

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum óskar Erlu Huldu innilega til hamingju með tilnefninguna!