Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir flytur fimmtudaginn 14. nóvember opinberan fyrirlestur sem hún nefnir: Hvað segja konur um Krist?
Fjallar fyrirlesturinn um kenningar um Krist og gagnrýni kvenna. Í fyrirlestrinum mun Arnfríður kynna ólíkar áherslur innan kvennakristfræði og segja frá þeirri gagnrýni sem konur hafa sett fram á hefðbundnar kenningar um Krist. Í fyrirlestrinum er m.a. fjallað um hvernig karlmennska Krists hefur verið notuð til að rökstyðja æðra eðli karlsins og vald karlsins yfir konunni. Arnfríður bendir einnig á hvernig Kristur og viðhorf hans til kvenna hafa þjónað mikilvægur hlutverki í jafnréttisbaráttu kvenna.
Dr. Arnfríður Guðmunsdóttir lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands. Hún stundaði doktorsnám í guðfræði við University of Iowa, University of Chicago og Lutheran School of Theology at Chicago. Hún varði doktorsritgerð sína í trúfræði við síðastnefnda skólann í janúar á þessu ári.
Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Odda kl. 17.15 og er öllum opinn.