Úlfhildur Dagsdóttir flytur fyrirlestur sem hún nefnir: Hrollvek ek: eða er feminismi hrollvekja eða hryllingur, fimmtudaginn 24. október. Rabbið fer fram í stofu 201 í Odda kl. 12-13 og er öllum opið.
Úlfhildur fjallar um bókmenntir og textarannsóknir og hefur sérstaklega skoðað líkamshrylling sem fyrirfinnst í hrollvekjum samtímans. Úlfhildur talar einnig um kvenlíkamann þar sem hún telur að konan hafi löngum talist líkamlegri en karlinn og að konur standi fyrir flest hið neikvæða sem á líkamann hefur hlaðist. Úlfhildur einblínir á líkamlega sundrun auk tengsl líkamans við tungumálið í fyrirlestri sínum.
Úlfhildur Dagsdóttir hefur lokið BA prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Hún er nú að ljúka doktorsritgerð frá Trinity College í Dublin. Fjallar ritgerðin um afþreyingarmenningu þar sem áhersla er lögð á hrollvekjur og hryllingsbókmenntir.