Finnsk sérkenni: Sjálfsmyndun og -sundrun í ljósmyndun

Finnski listfræðingurinn dr. Leena-Maija Rossi flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í stofu 101 í Odda þann 20. nóvember kl. 16. Fyrirlesturinn nefnist Finnsk sérkenni: Sjálfsmyndun og -sundrun í ljósmyndun (Finnish Differences: Photographic Art as a Constructor and Dismantler of Identity).

Í fyrirlestrinum verður fjallað um margbreytilegar sjálfsmyndir í Finnlandi samtímans eins og þær koma fram í finnskri ljósmyndalist. Um síðustu aldamót urðu finnskir listamenn áberandi í alþjóðlegum listheimi. En þeir höfðu unnið með kyngervi og þjóðhætti áður en þeir „slógu í gegn“. Í fyrirlestrinum verða ljósmyndir frá fyrri hluta 10. áratugar nýliðinnar aldar greindar og kyngervðar sjálfsmyndir skoðaðar út frá kynjajafnrétti, kynferði og þjóðerni.

Dr. Leena-Maija Rossi er fyrirlesari við Christina Institut í kvennafræðum við University of Helsinki. Hún hefur skrifað fjölda greina og bóka um kyngervi (gender) og kyn (sexuality) í samtímalist. Nýjasta bókin hennar er HeteroFactory. Þar beinir hún sjónum að kynjuðu valdi sjónvarpsauglýsinga.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.