Annadís G. Rúdólfsdóttir félagssálfræðingur verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands fimmtudaginn 4. apríl kl. 12-13, í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Ungar mæður.
Annadís fjallar m.a. um hvers konar móðurímyndir ungar mæður styðjast við í hugmyndum sínum um móðurhlutverkið og einnig hvers konar aðhald samfélagið veitir þeim.
Hér er að finna viðtal sem Morgunblaðið tók við Önnudísi um rannsóknir hennar.