Auður Styrkársdóttir, stjórnmálafræðingur, verður með rabb í Norræna húsinu, fimmtudaginn 31. janúar kl. 12 – 13. Rabbið ber yfirskriftina Peningar – eða bylting? Prófkjörsbarátta Íslendinga og franska byltingin.

Auður Styrkársdóttir segir frá bók sinni og Svans Kristjánssonar, Konur, flokkar og framboð. Í bókinni er greint frá rannsókn þeirra á framboðsmálum flokka á Íslandi fyrir sveitarstjórnarkosningar 1998 og Alþingiskosningar 1999. Auður mun m.a. ræða áhrif fjármagns í íslenskum stjórnmálum og stöðu kvenna í því sambandi.