Ellen Gunnarsdóttir sagnfræðingur verður með opinberan fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í Norræna húsinu 22. nóvember kl. 16. Fyrirlesturinn nefnist Konur og alþýðumenning í barokk-Mexíkó; lífshlaup Franciscu de los Ángeles, 1674-1744.

Í fyrirlestrinum verður sagt frá lífi og störfum Franciscu de los Ángeles, sem uppi var í mexíkósku nýlenduborginni Querétaro 1674-1744. Francisca varð fræg í heimaborg sinni og víðar fyrir hið sérstaka samband sitt við guð; hún varð vinur og ráðgjafi fransiscusartrúboða sem ferðuðust til Texas samkvæmt ráðum hennar, hún var þekkt fyrir störf sín fyrir sálir í hreinsunareldinum.