Þann 4. nóvember klukkan 17 var haldinn opinber fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í stofu 101 í Odda. Þar flutti Sólveig Jakobsdóttir fyrirlesturinn Á „uppleið“ með upplýsingatækni: Eru stelpur og strákar samferða á þeirri leið?

Morgunblaðið tók þetta viðtal við Sólveigu um fyrirlesturinn og efni hans.

Um Sólveigu Jakobsdóttur

Sólveig Jakobsdóttir fæddist í Reykjavík 26.11 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978. Árið 1983 lauk hún BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands svo og kennsluréttindum. M.Ed. prófi lauk hún 1989 frá Minnesotaháskóla í fræðum sem lýtur að tölvunotkun í skólastarfi. Doktorsprófi lauk Sólveig 1996 á sama sviði. Hún er nú lektor við Kennaraháskóla Íslands þar sem hún hefur umsjón með tölvu- og upplýsingatæknibraut innan framhaldsdeildar. Sólveig er gift Jóni Jóhannesi Jónssyni, lækni við Landspítalann, og eiga þau þrjú börn.