Fyrstu þættir í nýju hlaðvarpi í samstarfsverkefninu IDEAS (Inclusive Digital Educational Anti-Discrimination Alternatives) eru komnir út.
Síðastliðin tvö ár hefur RIKK ásamt GRÓ GEST og sex öðrum evrópskum samstarfsaðilum, frá Serbíu, Tékklandi, Króatíu og Grikklandi, unnið að hlaðvarpsröðinni sem inniheldur 35 femíníska þætti. Í hverri viku eru gefnir út þættir sem tilheyra einu þema.
Þemu hlaðvarpsins eru:
- Gender and Feminisms: Women’s Studies Against Patriarchy
- Women’s Herstories – Political options and Theoretical Standpoints
- Women’s Minorities and Their Rights: Migrant, Roma and Homeless Women
- Body, Health and LGBTQI+ Rights
- Lessons from the Feminist Political Economy: Issues of Social Reproduction
- Gender, Environment & Climate Change
- Thinking the Political: Freedom and Responsibility
Hægt er að nálgast hlaðvarpið á Spotify, Apple Podcasts, Stitcher, Deezer, Castbox og Podcast.rs.
Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu innan Erasmus+ áætlunarinnar.