Svanhildur Óskarsdóttir íslenskufræðingur verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í Odda, stofu 101, kl. 12 á fimmtudaginn, 11. nóvember. Rabbið ber yfirskriftina: Með hinni bestu prýði: Júdítarbók gamla testamentisins í íslenskum búningi.
Júdítarbók er ein af apókrýfum ritum Gamla testamentisins og íslensk þýðing Júdítarbókar er í handritinu AM 764 4to sem var skrifað á síðari hluta 14. aldar, að öllum líkindum fyrir nunnuklaustrið á Reynistað í Skagafirði.