Þann 5. nóvember kl. 17:15 flutti Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur fyrirlesturinn Saga kristinna kvenna. Frá Maríu Magdalenu til séra Auðar Eir í stofu 101 í Odda.

Sókn kvenna til kirkjulegra embætta hefur víða í hinum kristna heimi einkennt síðasta fjórðung þessarar aldar. Hér á landi eru konur rúmlega helmingur nemenda í guðfræðideild og 15 af hundraði presta. Á nýliðnu kirkjuþingi sat aðeins ein kona. Engu að síður var þar mikið rætt um þörfina á að auka jafnrétti kynjanna i stjórnun kirkjunnar. Einn þáttur þess hlýtur að vera að draga fram hlut kvenna í hinni miklu sögu kirkjunnar, sem hingað til hefur lítt verið á loft haldið. Skerfur kvenna til kristni hefur verið mikill, þótt formleg völd þeirra hafi verið takmörkuð. Þær hafa stundum mátt sæta niðurlægingu af hálfu presta, en á öllum skeiðum hafa þær sótt styrk og huggun til orða Krists. Ef til vill var Maria Magdalena, fyrsta vitnið að upprisu Krists, náinn samverkamaður hans og ein af postulunum. Samkvæmt nýjum rannsóknum kynnu áhrif kvenna og virk þátttaka í kristnu helgihaldi að hafa verið mikil í frumkristni. Hafi svo verið eru konur nú, tvö þúsund árum seinna, að endurheimta stöðu sína sem jafningjar karla innan kirkjunnar.