Þann 29. október flutti Þorgerður Einarsdóttir doktor í félagsfræði fyrirlesturinn Staða kvenna í háskólasamfélaginu. Norrænn samanburður.
Kynntar voru niðurstöður könnunar á stöðu kvenna meðal fræðimanna og háskólakennara á Norðurlöndum. Könnunin bendir til þess að jafnréttismálum miði hægt innan háskólasamfélagsins og jafnvel hægar en annars staðar í þjóðfélaginu. Könnunin sýnir ennfremur að við Íslendingar skipum okkur í hópinn sem rekur lestina.