Þann 14. janúar  flytur Rósa Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur, fyrirlesturinn Konur í Miðaustur-Evrópu á tímum stjórnarfarsbreytinga. Lýðræðislegt þegnasamfélag og kynjasamskipti.

Gerð verður grein fyrir því hvað bjó að baki ríkisstýrðri jafnréttisstefnu sósíalismans sem og hlutskipti kvenna fyrir og eftir hrun járntjaldsins. Í dag standa konur andspænis lýðræðislegu stjórnkerfi sem formlega virðir þær sem fullgilda þegna, en hindrar um leið þáttöku þeirra í stjórnmálum og aðgang að valdastöðum. Á umbrotatímanum störfuðu margar konur í pólitískum andófshópum og voru oft í fremstu röð baráttumanna sem léku lykilhlutverk í að koma þeirri keðjuverkun af stað sem leiddi til hruns járntjaldsins. Leiðtogar mannréttindahreyfinga voru talsmenn mannhyggju og jafnréttis, en markmið þeirra var að koma á laggirnar lýðræðislegu þegnasamfélagi að vestrænni fyrirmynd. Mótun lýðræðislegra stjórnarhátta var hinsvegar í höndum þröngs hóps karlmanna og þróun markaðshagkerfis í anda nýfrjálshyggju varð mikilvægasta verkefnið eftir að þeir tóku við stjórnartaumunu.