Þann 8. febrúar flytur Helga Kress fyrirlesturinn Viðtökur feminískra bókmenntarannsókna: einkenni og orðræða.

Í riti sínu A Room of One´s Own (eða Sérbergi) frá 1929 bendir Virginia Woolf á það að saga andstöðunnar gegn kvennabaráttunni sé ef til vill merkilegri en saga kvennabaráttunnar sjálfrar. í rabbinu á fimmtudaginn mun Helga Kress fjalla um andstöðu gegn femínískum bókmenntarannsóknum hér á landi, einkum í upphafi þessara rannsókna á 8. áratugnum, eins og hennar sér stað í umræðum, ritdómum og skáldverkum tímabilsins, sem og einnig háskólasamfélaginu. Hún mun leitast við að greina birtingarform, aðferðir og orðræðu andstöðunnar og hvaða hugmyndafræði liggur henni að baki, en ýmislegt bendir til að femínískar bókmenntarannsóknir hafi þótt vega að bæði íslenskri karlmennsku og þjóðerni.