Þann 6. september flytur Dagný Kristjánsdóttir, prófessor fyrirlesturinn „Það var einu sinni lítil stelpa“. Um prinsessur í gömlum og nýjum ævintýrum.
Í fyrirlestrinum verður fjallað stuttlega um uppruna og sögu frægra ævintýra eins og Mjallhvítar og Þyrnirósar. Áhersla verður lögð á það hvernig prinsessunum og kvenhetjum gömlu ævintýranna er lýst og hver lýsir þeim. Flestar prinsessur eru fagrar og góðar – en hvernig? Hvaða eiginleika má prinsessa ekki hafa og hvaða eiginleika verður hún að hafa til að bera? Nokkrar prinsessur verða skoðaðar – frá Öskubusku til Juliu Roberts í Pretty Woman.