Fimmtudaginn 1. mars, heldur Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda, hádegisfyrirlestur sem ber heitið „’Um vinnandi konur er ekki orð í Íslendingasögunum’: Yfirlitsrit um íslenskar miðaldabókmenntir frá kynjafræðilegu sjónarmiði”. Fyrirlesturinn fer fram í Öskju, stofu 132, kl. 12:00-13:00.
Í fyrirlestrinum verður brugðist við nýlegri umræðu um skarðan hlut kvenna í kennslubókum og yfirlitsritum í sagnfræði með því að íhuga stöðuna í miðaldabókmenntum en höfundur hefur nýlega sent frá sér tvö yfirlitsrit um íslenskar miðaldabókmenntir. Einkum verður rætt um hinn eilífa vanda yfirlitsritsins að sýna viðurkennd sjónarmið og hvernig höfundar yfirlitsrita þurfa að eiga við væntingar neytandahóps sem stundum er talsvert íhaldssamur.
Öll velkomin!