Marai Larasi er fjórði fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2023 en röðin er tileinkuð afnýlenduvæðingu. Fyrirlesturinn nefnist „“Time Travel” as Liberation Strategy. Reflections on Decoloniality, Memory and Black Feminist Imagination“ og verður haldinn kl. 12.00 miðvikudaginn 15. mars í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Í fyrirlestrinum kannar Marai Larasi hvernig nýlenduvæðing, og sérstaklega evrópska nýlenduverkefnið hefur mótað femínískan raunveruleika okkar í dag, og þar á meðal skilning okkar á því hver eru réttilega „mennsk“. Fyrirlesturinn verður í samtalsformi þar sem leitast verður við að nálgast afnýlenduvæðingu sem út frá minni, íhugun, ímyndun og ástundun.

Ágrip á ensku má finna hér að neðan.

Marai Larasi er svört, afrísk-karabísk-bresk femínísk baráttukona sem hefur starfað innan kvenréttinda- og mannréttindageirans í hátt í þrjá áratugi.

Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

 

Því miður urðu tæknileg vandræði til þess að ekki er hægt að birta upptöku af fyrirlestrinum.

 

In this lecture Marai Larasi will examine some of the ways that colonisation, and in particular, the European colonial project has shaped our current feminist realities, including much of our understanding of who is rightfully ‘human’. This lecture will be a conversation in decolonisation as memory, reflection, imagination, and practice. Marai Larasi will invoke the idea of ‘Black Feminist Time Travel’, as a strategy for survival, emancipation and thrivance, while asserting that decolonisation is a requirement of any feminist efforts which are invested in our collective liberation. This lecture will therefore also be an invitation to listeners to explore their own positionalities, imaginations and navigation strategies. Questions and reflections will include: How do we begin to attend to the widespread injustices that persist, for example, as a result of the violence of Transatlantic Slave Trade? How do we make space in our movements for grief, restoration and repair? What is the world that we are dreaming?