Benjamin D. Hennig er sjötti fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2023 en röðin er tileinkuð afnýlenduvæðingu. Fyrirlesturinn nefnist „Reclaiming the Map. Power and Politics of Colonial Cartography“ og verður haldinn kl. 12.00 fimmtudaginn 13. apríl í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig kortagerð mótar hugmyndir okkar um staði. Landakort í dag eru undir miklum áhrifum af nýlenduvæðingu enda fór kortagerð á flug þegar heimsvaldastefna Evrópu hófst. Þegar landakort nýlenduveldanna stækkuðu notuðu þau sín eigin kennileiti og nöfn sem litu að mestu leyti fram hjá eða leituðust jafnvel við að eyða út sýn þeirra sem bjuggu á staðnum fyrir, frumbyggja nýlendanna. Fyrirlesturinn mun veita yfirlit yfir ferli nýlenduvæddrar kortagerðar, skoða hvernig hún hefur mótað sýn okkar á heiminn og fjalla um hvernig má endurheimta kortin.
Ágrip á ensku má finna hér að neðan.
Benjamin Hennig er landfræðingur með áhuga á samfélagslegum og staðbundnum ójöfnuði, áhrifum mannkyns á jörðina, sjálfbærni og þróun hugmynda til að greina, sjá fyrir sér og korleggja þessa þætti. Hann starfar sem prófessor við Háskóla Íslands.
Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK – rikk.hi.is – og Facebook-síðu stofnunarinnar auk þess sem hægt er að skrá sig á tölvupóstlista RIKK hér. Upptaka af fyrirlestrinum verður gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube. Fyrirlestraröðin er haldin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.
Maps are often perceived as the ultimate neutral depictions of geographic realities. Not only is this a common misconception of what cartography does, but also is the idea of one objective geographic reality a questionable concept. Space is not an objectively existing entity, but a human construct that attaches meanings to places, creates and shapes their identities. Today’s maps of the world are heavily shaped by attributions of colonialism. Map projections advanced in times when Europe’s imperialist conquest of the globe began and when projections such as Mercator’s world map became the persistent cartographic image that is still being used today. And colonial powers started putting places onto these new world maps, using their own placenames and descriptions that mostly ignored or deliberately eradicated the indigenous identities of places. This contribution seeks to provide an overview of these processes, show in selected examples how such ‘colonial cartographies’ have shaped our views of the world, and how a more critical approach to cartography helped more recently to ‘reclaim the map’ and restore identities of places that were long lost to the geographies that they were once attached to by their native populations.