Í fjórða viðburði dagskrár RIKK og GEST á vormisseri flytja Marai Larasi og Nichole Leigh Mosty ör-erindi áður en þær ræða saman um femíníska baráttu og samstöðu. Yfirskrift viðburðarins er „Race, Immigration, History and Contemporary Feminist Activism“. Marai Larasi er femínísk baráttukona og ráðgjafi. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenningarseturs og hefur beitt sér í málum innflytjenda á Íslandi, sérstaklega kvenna og barna af erlendum uppruna.
„Í kjölfar #MeToo“ er yfirskrift viðburðaraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskólans (GEST) vorið 2021 þar sem tveir sérfræðingar ræða saman um viðfangsefnið. #MeToo og sá árangur sem hreyfingin hefur náð verður til umfjöllunar og sjónum verður einnig beint að því sem er óunnið í baráttunni gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni, ofbeldi og einelti. Viðburðaröðin byggir á tveimur bókum sem RIKK hefur nýlega staðið að útgáfu á, annars vegar fimmta heftið í ritröð RIKK, Fléttur V. #MeToo, og hins vegar handbók um hreyfinguna, The Routledge Handbook of the Politics of the #MeToo Movement, sem er gefin út af Routlegde-útgáfunni í Bretlandi. Nichole á grein í fyrri bókinni sem ber titilinn „Mikilvægi samstöðunnar. #MeToo-byltingin og konur af erlendum uppruna“. Marai Larasi á grein í handbókinni og titill hennar er „Black Women, #MeToo and Resisting Plantation Feminism“.
Viðburðurinn fer fram fimmtudaginn 8. apríl kl. 12.00-13.00. Viðburðirnir eru rafrænir og fara fram á netfundarforritinu Zoom (https://eu01web.zoom.us/j/69712898240) auk þess sem þeim er streymt beint á Facebook. Upptökur eru gerðar aðgengilegar á heimasíðu RIKK og Youtube-rás Hugvísindasviðs að viðburðum loknum.
Ágrip viðburðar:
Histories of racial and colonial oppression continue to come in the way of solidarities among women, creating uncomfortable alliances that do not stand the test of race, class, and nationality. In her notion of ‘Plantation Feminism’, Marai Larasi thinks through the challenges facing feminists and activists, emphasizing the importance of knowing, confronting, and resolving these historical fault lines that continue to divide women and movements in the present day.
“A cultural guide buddy system. I’m quite socially isolated. I have zero Icelandic friends – like real friends, who understand that I’m ‘different’…” Nichole Leigh Mosty will discuss how this perspective describes how many women of foreign origin experience assimilation into Icelandic society. Testimonials from women of foreign origin in the #MeToo bore witness to systemic, discrimination, segregation, and abuse allowing them to feel isolated and disconcerted. What types of support and solidarity can turn the tide to ensure there be no need for another #MeToo movement.