Lokaráðstefna MARISSA-verkefnisins (Marissa Project), sem RIKK er þátttakandi í, var haldinn á Krít fyrr í mánuðinum. Á ráðstefnunni voru niðurstöður verkefnisins kynntar og Guðrún Sif Friðriksdóttir, rannsakandi RIKK í verkefninu, kynnti þar Handbók um stuðning við konur sem glíma bæði við ofbeldi í nánu sambandi og vímuefnavanda: Leiðarvísir fyrir stjórnendur námskeiðs sem er ein af afurðum verkefnisins.
MARISSA-verkefnið hlaut styrk úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt. MARISSA er tveggja ára samstarfsverkefni Grikkja, Eista og Íslendinga sem hefur það markmið að styðja fagfólk sem vinnur með þolendum ofbeldis annars vegar og fagfólki sem vinnur með fólki sem glímir við vímuefnavanda hins vegar. Eitt af markmiðum verkefnisins er að stuðla að samvinnu fagfólks sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og þeirra sem vinna með áfengis- og vímuefnavanda með það að markmiði að bæta þjónustu við konur sem glíma við bæði vandamál.
Sjá má niðurstöður verkefnisins á heimasíðu þess. Þar er að finna áðurnefnda handbók og einnig verkfæri sem eiga að auðvelda samvinnu stofnanna og samtaka sem vinna að því að veita þolendum ofbeldis stuðning annarsvegar og konum sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda hinsvegar. Einnig eiga þau að aðstoða þessar stofnanir og samtök til að bæta þjónustu sína fyrir þær konur sem eru bæði þolendur
ofbeldis og að glíma við áfengis- og vímuefnavanda.
ofbeldis og að glíma við áfengis- og vímuefnavanda.