Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti, er þriðji fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018.
Fyrirlestur hennar nefnist „Mannleg reisn í íslenskum rétti“ og er hann fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 8. febrúar frá kl. 12.00 til 13.00.
Ragnhildur er forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. Hún lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands og doktorsprófi frá lagadeild Virginíuháskóla árið 2004. Sérsvið hennar er stjórnskipunarréttur og réttarsaga.
Hugtakið „mannlega reisn“ er óvíða að finna í íslenskum rétti og ekki í stjórnarskrá. Í stjórnskipunarrétti virðist mannleg reisn hins vegar, m.a. á grundvelli alþjóðasamninga, talin undirstaða mannréttinda og þ.a.l. mikilvæg grunnregla í íslenskum rétti. Þetta er m.a. ljóst af þingskjölum um frumvarp stjórnlagaráðs og af framkvæmd. Sem slíkt skiptir hún máli um túlkun annarra reglna. Mannleg reisn kemur hins vegar fyrir í lögum á heilbrigðissviði og dómstólar og umboðsmaður Alþingis hafa vísað til hennar nokkrum sinnum.
Fyrirlestraröð RIKK/UNU-GEST á vormisseri 2018 er tileinkuð Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en í ár eru 70 ár síðan hún var samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin nær yfir grundvallarréttindi sem allir menn – karlar og konur – eiga tilkall til. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að fjalla um þá þætti sem viðhalda kynjamismunun og ójafnrétti í ólíkum samfélögum og vekja athygli á gildi mannréttinda sem verkfæris til að takast á við viðvarandi kynjaójöfnuð.
Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2018 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.
Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.
Finndu viðburðinn á Facebook!
Human Dignity in Icelandic Law
Dr. Ragnhildur Helgadóttir, Professor of constitutional law, is the third lecturer in the 2018 RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference & UNU-GEST – United Nations University Gender Equality Studies and Training Programme – 2018 spring term lecture series. Her lecture is titled “Human Dignity in Icelandic Law” and will take place on Thursday, 8th of February, from 12.00-13.00, in the National Museum’s lecture hall.
Ragnhildur is the Dean of the School of Law at Reykjavik University. She is a cand. jur. LL.M and S.J.D. from the University of Virginia. Her main research areas are constitutional law, administrative law and social security law.
The concept of “human dignity” is not frequently found in Icelandic law and there is no mention of it in the constitution. Human dignity is however considered fundamental in constitutional law, i.a. on the basis international conventions, and therefore an important main rule in Icelandic law. This is evident in parliamentary documents on the constitutional bill and in execution. As such, it matters when other rules are interpreted.
The RIKK/UNU-GEST lecture series at the spring term 2018 are dedicated to the United Nation’s Universal Declaration of Human rights, but year 2018 marks its 70th anniversary. The declaration has emphasis on gender equality and women’s rights. The objective with the lecture series is to raise awareness of the value that human rights offer as a tool to tackle persistent gender disparities and address factors that perpetuate gender discrimination and inequality.
The RIKK & UNU-GEST lecture series in the spring semester 2018 is held in collaboration with The National Museum of Iceland.
The lecture is in English, open to everyone and admission is free.
The event is on Facebook!