Hádegisfyrirlestraröð RIKK – rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á vormisseri 2020 verður helguð kynjuðum víddum loftslagsbreytinga.
Með fyrirlestruum gefst fræðimönnum tækifæri til að ræða og kynna nýjar rannsóknir. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytileg viðfangsefni af öllum fræðasviðum og þverfaglega nálgun. Til dæmis mætti skoða efnið út frá umhverfisfræði, menningarfræði, sagnfræði, sálfræði, hagfræði, kynjafræði, bókmenntafræði, landfræði, líffræði og þannig mætti lengi telja.
Markmið fyrirlestraraðarinnar er að skoða hið knýjandi málefni sem loftslagsbreytingar eru út frá kynjafræðilegu og jafnréttissjónarhorni.
Fyrirlestraröðin er skipulögð í samvinnu við Alþjóðlegan jafnréttisskóla við HÍ (GEST).
Kallað er eftir ágripum (200-250 orðum) og er kallið er opið til 14. nóvember 2019. Ágrip skal senda á netfangið: rikk@hi.is
Call for abstracts
The RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference lunchtime lecture series for spring 2020 is devoted to gender and climate change.
The lectures allow scholars to present and discuss new research. The lecture series aims for an interdisciplinary approach and a wide selection of topics from a variety of fields, such as environmental studies, cultural studies, history, psychology, economics, gender studies, literature studies, geology, and biology, to name just a few.
The aim of this lecture series is to take a gender and equality perspective on the urgent topic of climate change.
The lecture series is organized in cooperation with GEST – Gender Equality Studies and Training Programme at the University of Iceland.
The deadline for abstracts (200-250 words) is 14 November 2019. Submit abstracts to rikk@hi.is