Alþjóðleg ráðstefna, 4.-6. október 2017
Alþjóðaráðstefnan „Femínísk andspyrna gegn uppgangi þjóðernishyggju og popúlísma“ verður haldin í fyrirlestrasal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns dagana 4.-6. október 2017. Hér um að ræða þriðju þriðju ráðstefnu RINGS (The International Research Association of Institutsions of Advanced Gender Studies) sem er alþjóðlegt samstarfsnet rannsóknastofnanna á sviði kynja- og jafnréttisfræða með þátttakendum frá Afríku, Ástralíu, Karíbahafinu, Evrópu og Norður-Ameríku. Rannsóknasetrið EDDA, RIKK – rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sem eru stofnaðilar að RINGS, skipuleggja ráðstefnuna. Frá því að samstarfsnetið var stofnað árið 2014 við Örebru-háskóla hafa verið haldnar tvær ráðstefnur á vegum þess: önnur í Prag árið 2015 og hin í Höfðaborg árið 2016.
Markmið RINGS-ráðstefnunnar í Reykjavík er að kynna femínískar rannsóknir og gagnrýni á uppgang þjóðernisstefnu og popúlisma út frá fjölþjóðlegu sjónarhorni; að miðla kynjafræðilegum rannsóknum sem unnar eru á vegum aðildarstofnanna RINGS um pólitíska strauma og stefnur, samfélagsleg málefni og menningu og að takast á við takmarkanir á samstarfi fræðastofnanna í ólíkum heimshlutum vegna margþættrar mismununar sem m.a. landfræðileg staðsetning felur í sér.
Dagskrá ráðstefnunnar í heild má skoða hér: RINGS 2017 – Dagskrá.
Ráðstefnan er opin aðildarsamtökum RINGS, en fræðimenn sem hafa áhuga á að skrá sig eða sitja ráðstefnuna að heild eða hluta er velkomið að hafa samband við Kristínu Pálsdóttur, kip@hi.is.
Myllumeri ráðstefnunnar er #RINGS17.