Nú hefur dagskrá ráðstefnunnar Treading the Path to Human Rights. Gender, Substance Use and Welfare States sem fer fram dagana 17.–18. október verið birt á heimasíðu RIKK. Á ráðstefnunni verður fjallað um fíknistefnu, mannréttindi, skaðaminnkun og kynja- og félagsvinkilinn, út frá víðu sjónarhorni og með fólki úr fjölbreyttum áttum, félagsfræði, sálfræði, mannfræði, hjúkrunarfræði, læknisfræði, guðfræði, siðfræði, kynfræði, afbrotafræði og kynjafræði.
Dagskrána og upplýsingar um skráningu má finna hér.